Ráðherraskipti - aukin útgjöld fyrir okkur skattborgarana

Nokkur umræða hefur verið um ráðherraskiptin í ríkisstjórninni og sýnist sitt hverjum.

Merkilegt að einn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar skuli vera settur af? Bara svona nett vangavelta hjá bloggara.

Það sem mér finnst persónulega alvarlegt við þessi ráðherraskipti er sú staðreynd að ríkisstjórn sem boðar endalausar skattahækkanir skuli dirfast að bjóða þjóðinni upp á það að greiða fráfarandi ráðherrum laun í 6 mánuði?

Hvað er eiginlega í gangi, er þetta fólk á annari plánetu en við hin?

Okkur er gert að herða sultarólina og skera niður. Spara og spara um leið og kostnaður heimilanna eykst með verðhækkunum og auknum skatti. Nei,við, þjóðin, skiptum engu máli, við erum budda ríkisstjórnarinnar og þeim virðist algjörlega sama á meðan þau geta fundið leið til að koma krumlunum sem dýpst í buddurnar. Við erum sennilega hvort eð er og feit.

Væri ekki rétt að þessi ríkisstjórn sýndi gott fordæmi í stað þess að vera með svona útspil. Það er með ólíkindum hvað fólki virðist langa til að komast í ráðherrastól. Svo er spurning, hvað ræður því eiginlega hver er settur af og hver ekki? Greinileg EKKI hvort viðkomandi er vinsæll meðal þjóðarinnar.  Hefði ekki verið hreinlegra að sameina þessi blessuðu ráðuneyti og fækka sem nemur um ráðherra fyrst það var nauðsynlegt og EKKI fara að troða einhverjum öðrum í stóla, bara af því að.... furðulegur ríkisrekstur.

Annað sem er merkilegt og hefur viðgengist í ríkistjórnum landsins og þá er þessi ríkisstjórn alls ekki frumkvöðull í þeim málum. En það er sú staðreynd að flokkar sem komast í stjórn eru alls ekki að vinna fyrir "fólkið" heldur ríghalda í flokka pólitíkina og starfa fyrir "flokkinn"  Eitt af því sem hægt er að benda á í þeim málum er Evrópu bullið.  Það er ekki verið að huga að þjóðinni þar, heldur því að "flokkurinn" er með þetta á sinni stefnuskrá og þar við situr.

Ég hef í raun aldrei talið mig vera pólitíska en hjálpi mér manni er gersamlega nóg boðið hvernig staðið er að málum. Ég á ALDREI eftir að gefa núverandi stjórnarflokkum atkvæði mitt og hefði gjarnan viljað fá atkvæðið mitt aftur eftir síðustu kostningar... þvílík mistök!!!!


mbl.is Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Kristín Benediktsdóttir

Höfundur

Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Ótrúlega venjulegur borgari með skoðanir á hinu og þessu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 505

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband