Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Þegar fámennið segir til sín

Það er oft gott að vera smáþjóð og í íþróttum gæti það verið stórkostlegur plús því líkurnar á að íþróttafólk fái að blómstra eru meiri, minni hætt á að hverfa í fjöldann eins og í stærri löndunum.

En það fer líka eftir íþróttagreinum ekki satt, fjárhagsstuðningur er afar misjafn eftir greinum og því miður kynjum líka. Kvennabolti fær brot af því sem karlaboltinn fær. Minni hér á að Kvennalandsliðið í fótbolta hefur staðið sig stórkostlega þrátt fyrir nánasarleg framlög.

Núna er Ísland með frábært karlalandslið í fótbolta og framtíðin reyndar mjög spennandi því það er fullt af mjög efnilegum strákum sem eru að færast upp á næstu árum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá landsliðið okkar styrkjast á næstu árum.

Leikurinn í gær var snilld, mín skoðun sem er aukaatriði er að liðin voru jöfn þar til þau urðu ójöfn og þá voru Króatar meira með boltann en vá vörnin var frábær Þó að maður hafi fengið hland fyrir hjartað 2-3 í seinni hluta síðara hálfleiks. Þar sem ég sat ein í stofunni og öskraði og skammaðist vegna dómgæslu þá vissi ég líka að dómgæslan hefði getað verið verri, hann mátti eiga það að vera ekki spjaldaglaður sem hefði endað með skelfingu.

Nú er stærsti leikurinn á þriðjudaginn það er að segja seinni hálfleikur af einni stórri viðureign ef svo má að orði komast.  Ég hefði gjarnan viljað fara út og öskra mig hása á þeim leik en því miður er annað okkar hjóna atvinnulaust og einföld innkoma leyfir ekki hopp út í heim á mikilvægasta landsleik sem Ísland mun spila í bráð!

Ég vona að allir sem eiga kost á því að fara drífi sig og bara svona til fróðleiks þá eru mér vitanlega tveir aðilar að selja ferðir á leikinn og ekki sama verð hjá þeim svo kannski komast fleiri með :) Úrval-Útsýn og Icelandair af því ég veit að það eru ekki allir með þetta á hreinu.

Það væri alveg æðislegt að heyra þjóðsönginn sunginn líkt og í gær, ég fékk hreinlega gæsahúð! Ég verð límd við sjónvarpið á Þriðjudag!!!

ÁFRAM ÍSLAND!!!!! 


mbl.is Þegar fámennið segir til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Guðrún Kristín Benediktsdóttir

Höfundur

Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Ótrúlega venjulegur borgari með skoðanir á hinu og þessu

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband