20.8.2019 | 05:34
Hraðahindranir-ekki gangbraut
Þetta er ekki gangbraut, þarna eru hraðahindranir (púðar) og umferðareyja ásamt viðvörunarmerki um að þarna sé hraðahindrun.
Engar merkingar eru þarna sem eiga að vera við gangbraut, Gangbrautarmerki og yfirborðsmerking á götu.
Þetta er þó staður þar sem göngustígur liggur að og er því ótrúlegt að ekki sé gangbraut á þessum stað. Þeir sem eru ókunnugir á þessum slóðum eiga ekki möguleika á að sjá gangstíg sem liggur þarna að og án gangbrautarmerkinga vara ökumenn sig ekki á mögulegum vegfarendum sem vilja fara þarna yfir.
Það er allt og algengt að ekki séu gangbrautir þar sem þær ættu svo sannarlega að vera eins og í þessu tilviki. Og nei það vita ekki allir að þarna er gangstígur!
Slysagildra í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2018 | 08:03
"Rúm fyrir allt að 310 manns" ????
Ég taldi víst að hér væri veitingastaður og hótel að opna.... venjulega skil ég það svo þegar sagt er rúm fyrir .... að það sé nákvæmlega það... rúm fyrir x marga...
Hefði verið auðskyljanlegra að segja sæti fyrir allt að 310 manns... já og ef einhver er að velta þessu frekar fyrir sér þá hefði mátt segja pláss fyrir.... bara ekki rúm fyrir...
Spennandi nýr staður... aldrei smakkað ostrur en geri það væntanlega í nánustu framtíð....
Rúm fyrir 310 gesti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2013 | 11:21
Þegar fámennið segir til sín
Það er oft gott að vera smáþjóð og í íþróttum gæti það verið stórkostlegur plús því líkurnar á að íþróttafólk fái að blómstra eru meiri, minni hætt á að hverfa í fjöldann eins og í stærri löndunum.
En það fer líka eftir íþróttagreinum ekki satt, fjárhagsstuðningur er afar misjafn eftir greinum og því miður kynjum líka. Kvennabolti fær brot af því sem karlaboltinn fær. Minni hér á að Kvennalandsliðið í fótbolta hefur staðið sig stórkostlega þrátt fyrir nánasarleg framlög.
Núna er Ísland með frábært karlalandslið í fótbolta og framtíðin reyndar mjög spennandi því það er fullt af mjög efnilegum strákum sem eru að færast upp á næstu árum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá landsliðið okkar styrkjast á næstu árum.
Leikurinn í gær var snilld, mín skoðun sem er aukaatriði er að liðin voru jöfn þar til þau urðu ójöfn og þá voru Króatar meira með boltann en vá vörnin var frábær Þó að maður hafi fengið hland fyrir hjartað 2-3 í seinni hluta síðara hálfleiks. Þar sem ég sat ein í stofunni og öskraði og skammaðist vegna dómgæslu þá vissi ég líka að dómgæslan hefði getað verið verri, hann mátti eiga það að vera ekki spjaldaglaður sem hefði endað með skelfingu.
Nú er stærsti leikurinn á þriðjudaginn það er að segja seinni hálfleikur af einni stórri viðureign ef svo má að orði komast. Ég hefði gjarnan viljað fara út og öskra mig hása á þeim leik en því miður er annað okkar hjóna atvinnulaust og einföld innkoma leyfir ekki hopp út í heim á mikilvægasta landsleik sem Ísland mun spila í bráð!
Ég vona að allir sem eiga kost á því að fara drífi sig og bara svona til fróðleiks þá eru mér vitanlega tveir aðilar að selja ferðir á leikinn og ekki sama verð hjá þeim svo kannski komast fleiri með :) Úrval-Útsýn og Icelandair af því ég veit að það eru ekki allir með þetta á hreinu.
Það væri alveg æðislegt að heyra þjóðsönginn sunginn líkt og í gær, ég fékk hreinlega gæsahúð! Ég verð límd við sjónvarpið á Þriðjudag!!!
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!
Þegar fámennið segir til sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2012 | 22:36
Frábært hjá Jóni og fyrsta gullið!!! Heimsmet!!!!
Vá, hann er algjörlega frábær, hógvær, einlægur og stórkostlegur sundmaður.
Var orðin raddlaus eftir að horfa á sundið og Ísland er búið að slá nágrönnum okkar við í skandinaví .... gull... heimsmet.... Til hamingju Jón!!!!
Það verður spennandi að fylgjast með Jóni og hann á örugglega eftir að bæta við verðlaunum í framtíðinni...
Jón Margeir: Gullið fær sinn vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2012 | 07:39
Ólympíuleikar Fatlaðra á Rúv!
Það verður spennandi að fylgjast með árangri okkar fólks á Ólympíuleikum fatlaðra og megum við svo sannarlega reikna með að þau eigi eftir að komas á verðlaunapall.
Vonandi opnar RÚV augun og sýnir frá leikunum!!!!
Við eigum fullt af frábæru íþróttafólki og fötluðu íþróttamennirnir okkar eru þau sem koma heim með verðlaunin og við viljum fá að fylgjast með þeim á leikunum í gegnum sjónvarpið.
Ég skora á RÚV að leyfa okkur Íslendingum að sjá leikana og þá sérstaklega þegar okkar fólk er að keppa!
Stefnan sett á gullið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2011 | 08:11
OR veldur ekki skjálftum? Sérstakt...
Biðst velvirðingar á málfræðilegum villum í textanum.
OR fullyrðir að þeir framkalli ekki skjálfta og verður að telja að þeir séu þá frumkvöðlar orkufyrirtækja í heiminum í þeim efnum.
Það er nefnilega bara alveg óvart sannað að manngerðir skjálftar eru hluti af niðurdælingu vatns... ÞESS vegna er reynt að setja ekki niður virkjanir á svæðum sem eru eða gætu verið viðkvæm fyrir virkni. Ja kannski við séum þá bara að tala um Ísland í heild sinni. Græn orka er ekki mjög græn þegar afleiðingar af stanslausri skjálftavirkni kemur til með að valda skemmdum á eigum fólks. Ekki benda á mig er bara alls ekki að virka í þessu samhengi.
Það má kannski benda á þennan link http://me1065.wikidot.com/hot-dry-rock-geothermal-power-plants
En þar segir undir liðnum Umhverfisáhrif - Áhyggjuefni
Læt fylja með textann en lauslega þýtt...
Í HDR jarðhitakerfum felst hætta á að valda jarðskjálftum. Þessi áhætta er auðveldlega minnkuð með réttri staðsetningu versins, burt frá tectonic starfsemi. Best þekkta atvikið af þessu tagi átti sér stað árið 2006 í nýju HDR veri í Basel í Sviss. Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 á Richter varð aðeins átta dögum eftir að hafin var niðurdæling á vatni. Þótt Basel sé vel þekkt fyir skjálftavirkni, þar sem einn áhrifamesti jasðskjálfti varð í mið Evrópskri sögu, Stóri Basel skjálftinn áriðð 1356. Þrátt fyrir það er ljóst að HDR verið átti hlut að máli í 3.4 skjálftanum þar sem upphaf hans varð í botni niðurdælingar holunnar.
"Environmental Concerns
HDR geothermal systems carry an inherent risk of causing earthquakes. This risk is easily alleviated through proper placement of the plant, away from tectonic activity. The most well known incident of this occurred in 2006 at a new HDR installation in Basel Switzerland. An earthquake rated 3.4 on the Richter scale occurred only eight days after they began injecting water. Although Basel is well known for its seismic activity, home to what is generally thought to be the most significant seismic event in central European history, the great Basel earthquake of 1356, it is clear that the HDR plant had a hand in this quake as its epicenter was found to be exactly at the bottom of the injection borehole."
Mér er spurn... er eðlilegt að fyrirtæki geti sagt nei við borgum ekki og við erum alveg gersamlega saklaus, við búum ekki til skjálfta... þegar vísindin sanna annað. Eða fullyrða OR menn þetta í þeirri von um að allir aðrir séu aular og ekki séu til neinar vísindarannsóknir sem sýni annað. Það væri gaman að vita hvort niðurdæling vatns hafi verið bönnuð og þá af hvaða ástæðu. Það eru örugglega til gögn um slíkt en ég er ekki vísindamaður, ég bý bara í Hveragerði og húsið mitt er búið að hristast vegna MANNGERÐRA skjálfta. Spurning er, hvað gerist þegar húsið mitt þarf raunverulega að standast stóran skjálfta. Verður það þá orðið svo veikbyggt að það fellur eins og spilaborg. Stöðugur hristingur fer ekki vel með mannvirki.
Sest verður niður með fulltrúum OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 14:35
Ráðherraskipti - aukin útgjöld fyrir okkur skattborgarana
Nokkur umræða hefur verið um ráðherraskiptin í ríkisstjórninni og sýnist sitt hverjum.
Merkilegt að einn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar skuli vera settur af? Bara svona nett vangavelta hjá bloggara.
Það sem mér finnst persónulega alvarlegt við þessi ráðherraskipti er sú staðreynd að ríkisstjórn sem boðar endalausar skattahækkanir skuli dirfast að bjóða þjóðinni upp á það að greiða fráfarandi ráðherrum laun í 6 mánuði?
Hvað er eiginlega í gangi, er þetta fólk á annari plánetu en við hin?
Okkur er gert að herða sultarólina og skera niður. Spara og spara um leið og kostnaður heimilanna eykst með verðhækkunum og auknum skatti. Nei,við, þjóðin, skiptum engu máli, við erum budda ríkisstjórnarinnar og þeim virðist algjörlega sama á meðan þau geta fundið leið til að koma krumlunum sem dýpst í buddurnar. Við erum sennilega hvort eð er og feit.
Væri ekki rétt að þessi ríkisstjórn sýndi gott fordæmi í stað þess að vera með svona útspil. Það er með ólíkindum hvað fólki virðist langa til að komast í ráðherrastól. Svo er spurning, hvað ræður því eiginlega hver er settur af og hver ekki? Greinileg EKKI hvort viðkomandi er vinsæll meðal þjóðarinnar. Hefði ekki verið hreinlegra að sameina þessi blessuðu ráðuneyti og fækka sem nemur um ráðherra fyrst það var nauðsynlegt og EKKI fara að troða einhverjum öðrum í stóla, bara af því að.... furðulegur ríkisrekstur.
Annað sem er merkilegt og hefur viðgengist í ríkistjórnum landsins og þá er þessi ríkisstjórn alls ekki frumkvöðull í þeim málum. En það er sú staðreynd að flokkar sem komast í stjórn eru alls ekki að vinna fyrir "fólkið" heldur ríghalda í flokka pólitíkina og starfa fyrir "flokkinn" Eitt af því sem hægt er að benda á í þeim málum er Evrópu bullið. Það er ekki verið að huga að þjóðinni þar, heldur því að "flokkurinn" er með þetta á sinni stefnuskrá og þar við situr.
Ég hef í raun aldrei talið mig vera pólitíska en hjálpi mér manni er gersamlega nóg boðið hvernig staðið er að málum. Ég á ALDREI eftir að gefa núverandi stjórnarflokkum atkvæði mitt og hefði gjarnan viljað fá atkvæðið mitt aftur eftir síðustu kostningar... þvílík mistök!!!!
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 08:45
Ekki allir sem nota gróðan til styrktar góðu málefni
Fleiri hafa verið að selja öskuna en nammi.is en ég held að enginn annar sjái sóma sinn í að gefa andvirði sölunnar til góðs málefnis. Ekki eru allir sem sjá eitthvað athugavert við að hagnast á annarra manna óláni og hörmungum.
Mér finns frábært að sjá að það er til fólk sem notar þessar hörmungar til þess að styrkja björgunarsveitirnar í stað þess að reyna að belgja út eigin reikning.
Gott framtak Sófus!!!!!
Askan selst eins og heitar lummur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðrún Kristín Benediktsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar